Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. október 2024

Síð­ast­lið­inn föstu­dag hlaut Mos­fells­bær ásamt góð­um hópi fyr­ir­tækja, stofn­ana og sveit­ar­fé­laga við­ur­kenn­ingu verk­efn­is­ins Jafn­væg­is­vog­in, sem er hreyfiafls­verk­efni Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu (FKA). Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni FKA, Cred­it­in­fo, Deloitte, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins, Pip­ar\TBWA, RÚV, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Sjóvá. Ár­lega eru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar til þeirra að­ila sem náð hafa mark­miði verk­efn­is­ins um jafnt hlut­fall kynja í stjórn­um fyr­ir­tækja og stofn­ana þ.e. að hlut­falls­leg skipt­ing karla og kvenna í stjórn­um sé aldrei ójafn­ari en 40/60.

Dagskrá og við­ur­kenn­ing­ar­at­höfn fór fram í há­tíð­ar­sal Há­skóla Ís­lands að við­stöddu fjöl­menni. Dr. Ásta Dís Óla­dótt­ir, pró­fessor við Há­skóla Ís­lands og formað­ur Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar opn­aði há­tíð­ina og hrós­aði stjórn­end­um fyr­ir eft­ir­tekt­ar­verð­an ár­ang­ur í jafn­rétt­is­mál­um. Þá flutti Katrín Jak­obs­dótt­ir hvetj­andi er­indi þar sem hún fór yfir stöð­una í jafn­rétt­is­mál­um í sam­fé­lag­inu al­mennt og mik­il­vægi við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar.

Inn­tak Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar er ein­falt og skila­boð­in mjög skýr um að jafn­rétti sé ákvörð­un sem þarf að taka með form­leg­um hætti ef breyt­ing­ar eiga raun­veru­lega að verða að veru­leika. Fjöldi við­ur­kenn­inga í ár sem var um 130 tals­ins gef­ur von um að jafn­rétti þok­ist í rétta átt í æðstu stjórn­um fyr­ir­tækja og stofn­ana at­vinnu­lífs­ins á Ís­landi.


Ljós­mynd: Silla Páls

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00