Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. nóvember 2024

Mos­fells­bær boð­aði til sam­tals og blaða­manna­fund­ar á bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í dag til að kynna að­gerð­ir í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ. Átak­ið hef­ur feng­ið nafn­ið „Börn­in okk­ar“ og fel­ur í sér auka­fjár­veit­ingu uppá 100 millj­ón­ir sem verða not­að­ar í 27 við­bótarað­gerð­ir.

Átak­inu er ætlað að mæta mik­illi fjölg­un barna­vernd­ar­mála en barna­vernd­ar­til­kynn­ing­um hef­ur fjölgjað um 50% á fyrstu 10 mán­uð­um árs­ins og var að­gerðaráætlun átaks­ins lögð fram með fjár­hags­áætlun í síð­ast­lið­inni viku. Að­gerð­irn­ar 27 byggja á vinnu­stof­um, fund­um og sam­töl­um við ung­linga, for­eldra og for­ráða­menn og sér­fræð­inga sem vinna í þjón­ustu við börn og ung­menni. Þær munu ná til al­mennra for­varna, snemm­tækr­ar íhlut­un­ar og styrk­ing­ar barna­vernd­ar­starfs og felast með­al ann­ars í því að:

  • Auka að­gengi ung­linga að sál­fræði­þjón­ustu og fé­lags­ráð­gjöf.
  • Efla stuðn­ingsúr­ræði í formi ráð­gjaf­ar, stuðn­ings og nám­skeiða.
  • Hækka frí­stunda­styrki.
  • Styrkja starf fé­lags­mið­stöðva.
  • Auka sam­st­arf, fræðslu og nám­skeið fyr­ir for­eldra.
  • Koma á sam­skipta­sátt­mála á milli for­eldra og skóla.
  • Huga að lýð­heilsu barna og ung­menna með­al ann­ars með auk­inni opn­un íþróttamið­stöðva um helg­ar.
  • Tryggja að­gengi allra hópa að nám­skeið­um og íþrótt­um.

Með átak­inu vill Mos­fells­bær stuðla að því að þessi mál kom­ist á dagskrá kosn­inga­bar­átt­unn­ar tengt kom­andi þing­kosn­ing­um og á dagskrá sveit­ar­fé­lag­anna. Ef öll sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu legðu hlut­falls­lega jafn mik­ið til svona átaks þá næmi upp­hæð­in tæp­lega 2 millj­örð­um.

„Við telj­um að það sé eng­in ein lausn en við vild­um byrja strax og með þeim að­gerð­um sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur yfir að ráða. Við ætl­um að hækka frí­stunda­styrki, vera með reglu­bund­in nám­skeið fyr­ir for­eldra sem byrja að hausti, ætl­um að vinna að gerð sam­skipta­sátt­mála í öll­um skól­un­um á milli heim­ila og skóla, við verð­um með lýð­heilsu­verk­efni og opin íþrótta­hús á kvöld­in og um helg­ar og styrkj­um fé­lags­mið­stöð­ina. Þetta er bara nokkr­ar af 27 að­gerð­um alls. Nú von­um við að fleiri sveit­ar­fé­lög fylgi í kjöl­far­ið enda snerta mál­efni barna okk­ur öll. Þá þyrfti rík­is­vald­ið að tryggja betri með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn en nú eru í boði,“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Þátt­tak­end­ur á fund­in­um voru m.a. bæj­ar­stjóri, kjörn­ir full­trú­ar í Mos­fells­bæ, full­trú­ar allra stjórn­mála­flokk­anna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, full­trú­ar úr ung­menna­ráði, skóla­stjór­ar auk ann­arra lyk­il­að­ila í mál­efn­um barna og ung­linga í Mos­fells­bæ. All­ir þess­ir að­il­ar tóku und­ir nauð­syn þess að gera meira til að mæta þörf­um barna og ung­menna.


Ljós­mynd­ari: Hulda Mar­grét Óla­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00