Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. ágúst 2017

Dag­ana 9. til 27. ág­úst verð­ur boð­ið upp á skemmti­dagskrá í bæn­um fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

For­seti Ís­lands herra Guðni Th. Jó­hann­esson og kona hans El­iza Reid koma í op­in­bera heim­sókn í Mos­fells­bæ af­mæl­is­dag­inn 9. ág­úst. Bæj­ar­stjóri og bæj­ar­stjórn taka á móti for­set­an­um og fylgd­arliði hans í skóg­rækt­inni við Hamra­hlíð kl. 9:30. Far­ið verð­ur um bæ­inn og for­set­inn heim­sæk­ir fólk og fyr­ir­tæki. Milli kl. 15:00 – 16:00 verð­ur hóp­ur­inn í Ála­fosskvos. Í lok dags verð­ur há­tíð­ar­dagskrá í Hlé­garði og all­ir eru vel­komn­ir á með­an húsrúm leyf­ir.

Þann 9. ág­úst 1987 fékk Mos­fells­bær kaup­stað­ar­rétt­indi. Þá bjuggu sam­tals um 3900 íbú­ar í Mos­fells­hreppi. Mos­fells­bær er nú sjö­unda stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Ný­ver­ið flutti tíu­þús­und­asti íbú­inn í Mos­fells­bæ. Það eru ung hjón með lít­ið barn en það er tákn­rænt fyr­ir íbúa­fjölg­un­ina sem er að eiga sér stað í bæn­um um þess­ar mund­ir.

Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað í Mos­fells­bæ á síð­ustu árum. Hún felst bæði í upp­bygg­ingu inn­viða og íbúð­ar­hús­næð­is. Sem dæmi má nefna að byggt hef­ur ver­ið hjúkr­un­ar­heim­ili og fram­halds­skóli auk íþrótta­mann­virkja. Helga­fells­hverfi rís nú hratt og þar er einn­ig hafin bygg­ing á nýj­um grunn­skóla.

Mos­fells­bær er land­mik­ið sveit­ar­fé­lag þar sem nátt­úr­an spil­ar stórt hlut­verk. Áhersla á heilsu­efl­ingu hef­ur ver­ið áber­andi síð­ustu miss­eri og að­staða til úti­vist­ar og hreyf­ing­ar er fjöl­breytt og að­lað­andi. Mann­líf­ið ein­kenn­ist af því að vera sveit í borg og sam­kvæmt nið­ur­stöðu þjón­ustu­könn­un­ar Capacent eru íbú­ar ánægð­ast­ir í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00