Þann 9. ágúst næstkomandi verða liðin 30 ár frá því Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi.
Árið 1987 var nafni sveitarfélagsins breytt úr Mosfellssveit í Mosfellsbæ. Íbúar á þeim tíma voru um 3.900 talsins. Í dag eru íbúar orðnir 10.000 talsins og er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins.
Haldið verður upp á afmælið í ágúst með fjölbreyttri dagskrá frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð í lok ágúst. Stefnt er að því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, komi í heimsókn á sjálfan afmælisdaginn og taki þátt í hátíðardagskrá tengdu afmælinu.
Tengt efni
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
35 ára afmæli Mosfellsbæjar
Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Í túninu heima 2021 – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.