Menningamálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir félagasamtökum sem vilja taka að sér umsjón með viðburðum í bæjarfélaginu.
Menningamálanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir umsóknum frá félagasamtökum í Mosfellsbæ sem að hafa áhuga á að standa fyrir eftirfarandi hátíðarhöldum:
- 17. júní 2011
- Jólatréshátíð (dagskrá í upphafi aðventu) 2011
- Jólaball 2011
- Menningarvor 2012
- Sumardagurinn fyrsti 2012
- 17. júní 2012
- Jólatréshátíð (dagskrá í upphafi aðventu) 2012
- Jólaball 2012
Umsókn skal skilað til menningamálanefndar fyrir 9. apríl, 2011, en hægt er að sækja um á heimasíðu Mosfellsbæjar. Hægt er að sækja um að stýra einum viðburði eða fleirum. Ein umsókn skal þó send inn fyrir hvern viðburð fyrir sig.
Með umsókninni skal fylgja tilboð í verkefnið ásamt áætlun um dagskrá hvers viðburðar fyrir sig.
Menningamálanefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir, tómstundafulltrúi, sími 525-6700.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar