Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. ágúst 2017

For­seti Ís­lands, herra Guðni Th. Jó­hann­esson, og kona hans, El­iza Reid, komu í op­in­bera heim­sókn í Mos­fells­bæ á af­mæl­is­dag­inn 9. ág­úst.

Bæj­ar­stjóri og bæj­ar­stjórn tóku á móti for­set­an­um og fylgd­arliði hans í skóg­rækt­inni við Hamra­hlíð kl. 9:30. Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið bauð upp á skóg­arkaffi og for­seta­hjón­un­um var gef­ið jólatré að eig­in vali úr skóg­in­um. Kenn­ar­ar úr Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar blésu í lúðra og gerðu mót­tök­una há­tíð­lega og skemmti­lega.

Bæj­ar­full­trú­ar fylgdu for­set­an­um upp í Mos­fells­dal þar sem bænd­urn­ir á Hrís­brú tóku á móti hópn­um og þar fór fram kynn­ing á forn­leifa­verk­efni. Af­kom­end­ur Hall­dórs Lax­ness ásamt starfs­fólki Gljúfra­steins tóku á móti for­set­an­um í Húsi skálds­ins.

Þá var far­ið í heim­sókn í Dals­garð þar sem Gísli Jó­hanns­son sagði frá blóma- og jarð­ar­berjarækt sem þar fer fram og for­setafrúnni var færð­ur ein­stak­lega fal­leg­ur rósa­vönd­ur.

Snædd­ur var há­deg­is­verð­ur í nýrri íþróttamið­stöð Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar þar sem öll að­staða var til fyr­ir­mynd­ar.

Leyst­ur út með gjöf­um

Eft­ir há­degi tóku nem­end­ur Krika­skóla á móti for­seta­hjón­un­um. Vor­boð­arn­ir sungu á Eir­hömr­um ásamt hópi barna af Reykja­koti. Eldri borg­ar­ar sýndu að­stöðu sína og gáfu Guðna og El­izu vett­linga að gjöf.

Að Reykj­um tók Jón Magnús Jóns­son á móti hópn­um og greindi frá starf­semi Reykja­bús­ins og sögu stað­ar­ins. Þá var hald­ið í Ála­fosskvos þar sem Palli hnífa­smið­ur var heim­sótt­ur á sitt stór­skemmti­lega verk­stæði og for­set­inn var leyst­ur út með gjöf frá Palla sem var lít­ill hníf­ur sem til­val­inn er til að kenna börn­um að tálga.

Þeg­ar kom­ið var í Kvos­ina fór sólin að skína. Hafliði í Mos­fells­baka­ríi bauð upp á kaffi og glæsi­legt með­læti í brekk­unni. Þór­ir lista­púki nýtti tæki­fær­ið og færði for­seta­hjón­un­um mynd af þessu til­efni.

Hóp­ur­inn gekk þar næst í gegn­um Kvos­ina og heils­aði upp á skát­ana sem voru að sýsla fyr­ir utan fé­lags­heim­ili sitt. Á Stekkj­ar­flöt­inni tók hóp­ur barna úr Aft­ur­eld­ingu á móti for­set­an­um og fé­lag­ið færði Guðna Th. merkta treyju að gjöf.

Há­tíð­leg dagskrá í Hlé­garði

Í Hlé­garði tók við há­tíð­ar­dagskrá sem var stýrt af fyrr­ver­andi þing­manni og bæj­ar­stjóra, Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur.

Bæj­arlista­menn­irn­ir Greta Salóme, Diddú og Anna Guðný komu fram. Bæj­ar­full­trú­ar greindu frá gjöf­um til bæj­ar­ins og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri færði for­set­an­um lista­verk úr leir eft­ir móð­ur sína Stein­unni Marteins­dótt­ur, lista­konu og bæj­arlista­mann. Grip­ur­inn er mót­að­ur eins og bók og skreytt­ur með skjald­ar­merki Mos­fells­bæj­ar og hef­ur til­vís­un í Lax­ness og Mos­fells­kirkju. Auk þess var for­set­an­um gef­in Saga Mos­fells­bæj­ar.

Þetta var há­tíð­leg­ur og ein­stak­ur dag­ur. Bær­inn skart­aði sínu feg­ursta og íbú­ar á öll­um aldri fögn­uðu og heils­uðu Guðna og fylgd­arliði hans hvert sem hann kom. All­ir þeir sem tóku á móti for­set­an­um voru sjálf­um sér og bæj­ar­bú­um til mik­ils sóma.

Mos­fells­bær hef­ur upp á mik­ið að bjóða og skipu­leggj­end­ur voru sam­mála um að ef­laust hefði ver­ið hægt að gera mar­gra daga dagskrá þar sem hald­ið hefði ver­ið áfram að heim­sækja áhuga­vert fólk og staði.

Öll­um sem tóku þátt í deg­in­um eru færð­ar þakk­ir fyr­ir og bæj­ar­bú­um, sem ný­ver­ið urðu tíu­þús­und, er óskað inni­lega til ham­ingju með af­mæl­ið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00