Molta frá jarðgerðarstöð Sorpu Gaju verður í boði fyrir íbúa frá og með fimmtudeginum 3. apríl til og með laugardagsins 5. apríl eða á meðan birgðir endast.
Staðsetning moltunnar er við enda Þverholts og Álfatanga. Moltan er í boði án endurgjalds og íbúar eru minntir á að hafa meðferðis eigin ílát.
Moltan er ætluð til notkunar utan húss, hún hentar vel til notkunar á akra, lóðir, græn svæði í þéttbýli, beð og matjurtargarða. Moltan er sterk og bein snerting óblandaðrar moltu við rætur plantna er ekki æskileg.