Mosfellsbæ hafa borist ábendingar um óvenju marga minka á ferðinni í Reykjahverfi í Mosfellsbæ síðastliðna daga sem hafa drepið hænur og dúfur í hverfinu.
Þegar ábendingar um minka í grennd við byggð berast bæjaryfirvöldum er meindýraeyðir á vegum bæjarins sendur á vettvang til að bregðast við og fanga minkana með öllum tiltækum ráðum. Meindýraeyðir hefur þegar fangað 3 minka á síðustu dögum og hefur komið fyrir minkagildrum ef fleiri minkar skyldu vera á svæðinu.
Útlit minkanna sem veiddust, litur, holdafar og hegðun, bendir til að um gæti verið að ræða aliminka sem hafa sloppið frá minkabúi. Ef um slíkt er að ræða er málið tilkynnt til Matvælastofnunar (MAST) sem veitir minkabúum starfsleyfi og hefur heimild til að krefjast úrbóta og hefur Mosfellsbær þegar gert það.
Íbúar í Mosfellsbæ sem verða varir við minka á ferðinni í sínu nágrenni eru hvattir til að láta Mosfellsbæ vita strax til þess að hægt sé að kalla til meindýraeyði eins skjótt og kostur er og einnig að tilkynna málið til MAST ef við á. Ábendingum má koma fram símleiðis á opnunartíma þjónustuvers í síma 525-6700 eða í gegnum ábendingakerfi á vef Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Stóri Plokkdagurinn 30. apríl 2023
Með þátttöku í Stóra plokkdeginum vill Mosfellsbær taka virkan þátt í þessu metnaðarfulla umhverfisátaki sem fer fram undir merkjum félagsskaparins Plokk á Íslandi.
Þriggja ára plokkari
Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Blikastaðakró-Leiruvogur friðlýst á degi íslenskrar náttúru
Blikastaðakró-Leiruvogur var friðlýst sem friðland 16. september sl. þegar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra undirritaði friðlýsinguna.