Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. desember 2022

Mos­fells­bæ hafa borist ábend­ing­ar um óvenju marga minka á ferð­inni í Reykja­hverfi í Mos­fells­bæ síð­ast­liðna daga sem hafa drep­ið hæn­ur og dúf­ur í hverf­inu.

Þeg­ar ábend­ing­ar um minka í grennd við byggð berast bæj­ar­yf­ir­völd­um er mein­dýra­eyð­ir á veg­um bæj­ar­ins send­ur á vett­vang til að bregð­ast við og fanga mink­ana með öll­um til­tæk­um ráð­um. Mein­dýra­eyð­ir hef­ur þeg­ar fang­að 3 minka á síð­ustu dög­um og hef­ur kom­ið fyr­ir minka­gildr­um ef fleiri mink­ar skyldu vera á svæð­inu.

Út­lit minkanna sem veidd­ust, lit­ur, holdafar og hegð­un, bend­ir til að um gæti ver­ið að ræða alim­inka sem hafa slopp­ið frá minka­búi. Ef um slíkt er að ræða er mál­ið til­kynnt til Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) sem veit­ir minka­bú­um starfs­leyfi og hef­ur heim­ild til að krefjast úr­bóta og hef­ur Mos­fells­bær þeg­ar gert það.

Íbú­ar í Mos­fells­bæ sem verða var­ir við minka á ferð­inni í sínu ná­grenni eru hvatt­ir til að láta Mos­fells­bæ vita strax til þess að hægt sé að kalla til mein­dýra­eyði eins skjótt og kost­ur er og einn­ig að til­kynna mál­ið til MAST ef við á. Ábend­ing­um má koma fram sím­leið­is á opn­un­ar­tíma þjón­ustu­vers í síma 525-6700 eða í gegn­um ábend­inga­kerfi á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00