Á næstu dögum er gert ráð fyrir að hlýni enn frekar og hláni, því geta fylgt vatnstjón og hálkuslys. Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast getur við aðstæður sem slíkar og bregðist við með því að moka frá niðurföllum og fylgjast með vatni í kringum sín heimili.
Athugið að hægt er að sjá staðsetningu niðurfalla á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Veitur > Fráveita > Niðurföll.
Íbúar geta sótt sand og salt við þjónustustöðina, Völuteig 15. Einnig er hægt að nálgast salt á fjórum öðrum stöðum í bænum:
- biðskýli í Vefarastræti við Helgafellsskóla
- grenndarstöð Vogatungu
- grenndarstöð Bogatanga
- afleggjari að Mosfellskirkju í Mosfellsdal
Nauðsynlegt er að hafa meðferðis poka eða ílát undir saltið.