Miðvikudaginn 28. nóvember er komið að öðru opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar.
Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00.
Í þessum fyrirlestri fjallar Unnur Valdemarsdóttir, leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur, um mikilvægi þess að börn myndi örugg tengsl. Unnur mun fjalla um hvernig foreldrar og aðrir umönnunar aðilar geta eflt örugg tengsl með því að vera til staðar tilfinningalega fyrir barnið. Hvernig öryggishringurinn (e. circle of security) getur hjálpað foreldrum að átta sig á þörfum barna sinna fyrir öryggi og vernd.
Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Tengt efni
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrkir efnileg ungmenni
Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna.
Vel heppnað barna- og ungmennaþing
Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.