Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2022

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 og næstu þrjú ár þar á eft­ir var sam­þykkt við seinni um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 7. des­em­ber.

  • Nýj­um lóð­um verð­ur út­hlutað í 5. áfanga upp­bygg­ing­ar í Helga­fellslandi.
  • Fjár­fest verð­ur fyr­ir rúma 4 ma.kr. til að byggja upp inn­viði.
  • Áform­að er að A- og B-hluti verði rek­inn með 374 m.kr. af­gangi á næsta ári.
  • Veltufé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 2.103 m.kr. eða 11% af heild­ar­tekj­um.
  • Álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda lækk­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats.
  • Skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um munu lækka og skulda­við­mið­ið verð­ur 94%.
  • Álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars verð­ur 14,52% en út­svar er um 52% af heild­ar­tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Hækk­un á gjald­skrám verð­ur hóf­leg og til sam­ræm­is við breyt­ing­ar á verð­lagi.
  • Íbú­ar eru um 13.300 og er ætluð fjölg­un um 2,5% á milli ára.

Fjár­hags­áætlun árs­ins 2023 er fyrsta fjár­hags­áætlun nýs meiri­hluta Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar. Í henni er að finna áhersl­ur sem koma fram í mál­efna­samn­ingi flokk­anna.

Af­gang­ur af rekstri Mos­fells­bæj­ar næst fram þrátt fyr­ir erfitt efna­hags­legt um­hverfi, aukn­ingu í þjón­ustu og mikl­ar fram­kvæmd­ir á næsta ári.

Rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­laga er við­kvæmt, ekki síst vegna hækk­andi fjár­magns­kostn­að­ar og óvissu í kjara­mál­um.

Helstu verk­efni á sviði vel­ferð­ar­mála

Á sviði vel­ferð­ar­mála verð­ur NPA-samn­ing­um fjölgað og tæki­færi ein­stak­linga til at­vinnu við hæfi verða aukin. Bætt verð­ur í ráð­gjöf við fjöl­skyld­ur og börn og frí­stunda­þjón­usta við fötluð börn efld, sem og skamm­tíma­dvöl. Upp­bygg­ing bú­setu­úr­ræða fyr­ir fatlað fólk held­ur áfram og gert er ráð fyr­ir stofn­fram­lög­um til óhagn­að­ar­drif­inna fé­laga. Loks verð­ur heima­þjón­usta fyr­ir eldri borg­ara efld.

Helstu verk­efni á sviði fræðslu- og frí­stunda­mála

Á næsta ári er gert ráð fyr­ir að öll börn fái þjón­ustu að loknu fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra, skóla­þjón­usta verð­ur styrkt með fjölg­un starfs­manna og 50 ný leik­skóla­pláss tekin í notk­un til að mæta fjölg­un barna. Lok­ið verð­ur við end­ur­bæt­ur á 1. hæð Kvísl­ar­skóla og átak gert í end­ur­bót­um á skóla­lóð­um og það sama á við um íþrótta­hús og úti­svæði við Helga­fells­skóla. Áhersla verð­ur lögð á heild­stæða upp­bygg­ingu íþrótta­svæða í bæj­ar­fé­lag­inu.

Á sviði íþrótta­mála stend­ur til að end­ur­bæta gervi­gras á fót­bolta­velli við Varmá sem og hönn­un og út­boð á end­ur­gerð að­al­vall­ar. Þá hefst und­ir­bún­ing­ur að bygg­ingu þjón­ustu­bygg­ing­ar við íþrótta­hús­ið á ár­inu.

Á ár­inu 2023 verð­ur enn­frem­ur hald­ið áfram að inn­leiða far­sæld­ar­lög­in með Far­sæld­ar­hringn­um sem er sam­starfs­verk­efni vel­ferð­ar­sviðs og fræðslu- og frí­stunda­sviðs. Fjár­heim­ild­ir eru aukn­ar til stoð­þjón­ustu við börn í leik- og grunn­skól­um og ráð­gjafa­þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur.

Helstu verk­efni á sviði um­hverf­is­mála

End­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi stend­ur yfir og um­hverf­is­svið verð­ur styrkt með fjölg­un starfs­manna til að styðja við fyr­ir­sjá­an­leg­an vöxt næstu ára á upp­bygg­ing­ar­svæð­um bæj­ar­ins. Þá er vinna hafin við for­gangs­röðun og gerð ramma­skipu­lags mögu­legra upp­bygg­inga­svæða. Nýj­um lóð­um verð­ur út­hlutað í 5. áfanga upp­bygg­ing­ar­inn­ar í Helga­fellslandi og gert er ráð fyr­ir um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um við stofn­lagn­ir vatns-, hita- og frá­veitu ásamt raf- og fjar­skipta­lögn­um á at­vinnusvæð­inu í Blikastaðalandi.

Helstu verk­efni á sviði þjón­ustu og menn­ing­ar­mála

Sta­f­rænn leið­togi Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið ráð­inn og bær­inn tek­ur þátt í sta­f­ræn­um verk­efn­um á veg­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Sam­hliða sta­f­rænni umbreyt­ingu verða þjón­ustu­ferl­ar tekn­ir til end­ur­skoð­un­ar. Á sviði menn­ing­ar­mála verð­ur við­burð­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar í Hlé­garði fjölgað og sam­st­arf við bóka­söfn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk­ið. Þá verð­ur hafin vinna við mót­un stefnu á sviði at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mála og eins unn­ið að því að Mos­fells­bær hljóti við­ur­kenn­ingu sem Barn­vænt sam­fé­lag á kjör­tíma­bil­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00