Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. janúar 2010

Það er mik­ið um að vera hjá Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar um þess­ar mund­ir.

Leik­fé­lag­ið tók að venju þátt í þrett­ándagleði Mos­fell­inga. Grýla, Leppal­úði, jóla­svein­arn­ir og þeirra hyski mættu í skrúð­göng­una og álfa­drottn­ing og álfa­kóng­ur tóku lag­ið við brenn­una.

Nú eru að­eins tvær sýn­ing­ar eft­ir á leik­rit­inu Mjall­hvít og dverg­arn­ir sjö, sunnu­dag­ana 17. og 24. Janú­ar kl. 14:00. Leik­rit­ið er fullt af gleði og söng og hef­ur ver­ið sýnd fyr­ir fullu húsi síð­an í nóv­em­ber. Alls taka yfir tutt­ugu leik­ar­ar og tón­list­ar­menn þátt í sýn­ing­unni og leik­stjóri er Herdís Þor­geirs­dótt­ir.

Í lok janú­ar hefst 10 vikna Leik­gleði nám­skeið fyr­ir krakka á aldr­in­um 9-12 ára, en nám­skeið­in hafa ver­ið geysi­vin­sæl hjá leik­fé­lag­inu und­an­farin ár. Kennt verð­ur á fimmtu­dög­um frá kl. 16-17:30. Á nám­skeið­inu þjálfast nem­end­ur í fram­komu, sjálfs­ör­yggi, tján­ingu og sköp­un­ar­gleði. Einn­ig verð­ur farin ferð í Þjóð­leik­hús­ið. Í lokin verð­ur sett­ur upp söng­leik­ur þar sem sýnd­ur verð­ur afrakst­ur nám­skeiðs­ins. Kenn­ar­ar verða Sigrún Harð­ar­dótt­ir og Halldór Sveins­son.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00