Það er mikið um að vera hjá Leikfélagi Mosfellssveitar um þessar mundir.
Leikfélagið tók að venju þátt í þrettándagleði Mosfellinga. Grýla, Leppalúði, jólasveinarnir og þeirra hyski mættu í skrúðgönguna og álfadrottning og álfakóngur tóku lagið við brennuna.
Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, sunnudagana 17. og 24. Janúar kl. 14:00. Leikritið er fullt af gleði og söng og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi síðan í nóvember. Alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni og leikstjóri er Herdís Þorgeirsdóttir.
Í lok janúar hefst 10 vikna Leikgleði námskeið fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára, en námskeiðin hafa verið geysivinsæl hjá leikfélaginu undanfarin ár. Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 16-17:30. Á námskeiðinu þjálfast nemendur í framkomu, sjálfsöryggi, tjáningu og sköpunargleði. Einnig verður farin ferð í Þjóðleikhúsið. Í lokin verður settur upp söngleikur þar sem sýndur verður afrakstur námskeiðsins. Kennarar verða Sigrún Harðardóttir og Halldór Sveinsson.
Tengt efni
Skapandi umræður á opnum fundi um menningarmál
Um 60 manns tóku þátt í opnum fundi menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ sem haldinn var í Hlégarði 28. nóvember.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.