Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar en henni er ætlað að koma í stað núgildandi skólastefnu.
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar en henni er ætlað að koma í stað núgildandi skólastefnu.
Verkefnisteymi sem skipað er fulltrúum frá mennta- og uppeldisstofnunum bæjarins hefur unnið að undirbúningi frá því í maí á þessu ári en til stendur að endurskoðuð stefna verði tilbúin til útgáfu og innleiðingar í byrjun árs 2022.
Víðtækt samtal og samráð við hagsmunaaðila er lykilatriði í gerð vel heppnaðarar stefnu og því verður leitast við að fá fram viðhorf og sjónarmið allra sem að skólastarfinu koma þ.e. barna, foreldra, starfsfólks, íbúa og kjörinna fulltrúa.
Stefnt er að því að halda skólaþing með þátttöku allra hagsmunaaðila í október 2021.
Þeir íbúar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaþingi geta skráð sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið johannam@mos.is.
Reynt verður að verða við óskum allra um þátttöku á meðan húsrúm leyfir.
Ragnheiður Agnarsdóttir, verkefnisstjóri heldur utan um stefnumótunarferlið.
Verkefnisteymi um endurskoðun menntastefnu Mosfellsbæjar:
- Guðrún Björg Pálsdóttir
Leikskólastjóri, Leirvogstunguskóli - Gunnhildur Sæmundsdóttir
Verkefnastjóri leikskólamála, Fræðslu- og frístundasvið - Helga Þórdís Guðmundsdóttir
Skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar - Jóhanna Magnúsdóttir
Verkefnisstjóri grunnskólamála, Fræðslu- og frístundasvið - Jóna Benediktsdóttir
Skólastjóri Varmárskóla - Ragnar Karl Jóhannsson
Forstöðumaður frístundasels Varmárskóla - Ragnheiður Axelsdóttir
Verkefnisstjóri skólaþjónustu, Fræðslu- og frístundasvið - Rósa Ingvarsdóttir
Skólastjóri Helgafellsskóla - Sveinbjörg Davíðsdóttir
Leikskólastjóri Hlaðhamra - Valgarð Már Jakobsson
Kennari hjá Framhaldsskóla Mosfellsbæjar - Þórhildur Elfarsdóttir
Skólastjóri Kvíslarskóla - Þrúður Hjelm
Skólastjóri Krikaskóla - Linda Udengaard
Framkvæmdastjóri Fræðslu- og frístundasviðs - Kolbrún Þorsteinsdóttir
Formaður Fræðslunefndar
Tengt efni
Menntastefna Mosfellsbæjar kynnt á fræðsludegi fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs
Í gær var ýtt úr vör nýrri Menntastefnu Mosfellsbæjar sem ber heitið, Heimurinn er okkar.
Heimurinn er okkar - Menntastefna Mosfellsbæjar 2022 til 2030
Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, „Heimurinn er okkar“ var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefndarinnar þann 28. mars.
Íbúaþing um menntastefnu - Taktu þátt!
Taktu þátt í rafrænu íbúaþingi um menntastefnu Mosfellsbæjar sem fer fram í dag, laugardaginn 20. nóvember, kl. 10:00-12:00.