Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Menn­ing í mars hef­ur það að mark­miði að efla menn­ing­ar­starf í bæn­um, gera það sýni­legra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.

Mars­mán­uð­ur hófst held­ur bet­ur á menn­ing­ar­leg­um nót­um á opnu húsi Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar þann 1. mars þeg­ar all­ar deild­ir skól­ans kynntu sitt blóm­lega starf.

Með­al ann­ara menn­ing­ar­við­burða í Mos­fells­bæ í mars er Hlé­garðs­bíó, sem verð­ur end­ur­vak­ið í fé­lags­heim­il­inu 9. mars þeg­ar klass­íska kvik­mynd­in Stella í or­lofi verð­ur sýnd. Mynd­in fjall­ar um Stellu sem fer í sum­ar­bú­stað með sænsk­um alka sem var á leið­inni í með­ferð hjá SÁÁ. Þau lenda í alls kyns vand­ræð­um á ferð­um sín­um. Leik­stjóri og fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar er Mos­fell­ing­ur­inn Guðný Hall­dórs­dótt­ir, Duna í Mel­koti. Frítt inn og gaman­ið hefst kl. 20:00.

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar sýn­ir söng­leik­inn Galdra­karl­inn í Oz sem byggð­ur er á sam­nefndri bók eft­ir L. Frank Baum og seg­ir frá hinni ungu Dóróteu og hund­in­um henn­ar Tótó sem, eft­ir að hafa lent í hvirfil­byl á heim­ili sínu í Kansas, lend­ir í hinu töfr­andi landi Oz. Þar þarf hún ásamt fugla­hræð­unni, tin­karl­in­um og hug­lausa ljón­inu að fylgja gula veg­in­um til þess að hitta hinn mikla galdrak­arl og fá að­stoð hans til að kom­ast heim. Ferð­in er þó ekki hættu­laus og þurfa þau með­al ann­ars að var­ast hina vondu vest­ann­orn. Leik­stjóri er Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son og dans­höf­und­ur Svan­hild­ur Sverr­is­dótt­ir. Sýnt verð­ur á sunnu­dög­um í Bæj­ar­leik­hús­inu í Mos­fells­bæ. Miða­sala á tix.is.

13. mars mæt­ir Storm­sveit­in í Hlé­garð í glað­leg­um gír með söng, sög­ur og al­menn huggu­leg­heit. Laga­val­ið eru upp­á­halds lög kór­manna þar sem út­setn­ing­ar fá að njóta sín í botn við und­ir­leik Þór­is Úlfars­son­ar og Arn­órs Sig­urð­ar­son­ar. Efniskrá­in sam­an­stend­ur af dæg­ur­lög­um og þjóð­leg­um lög­um frá síð­ustu 50 árum sem sung­in eru í flott­um kórút­setn­ing­um þar sem rödd­un fær að njóta sín. Einn­ig stíga kór­menn fram og segja sög­ur af sér og öðr­um á létt­um nót­um.

Boð­ið verð­ur upp á mód­elteikn­ingu í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar 13. mars milli kl. 19 og 21. Þátt­tak­end­ur koma með áhöld og efni til að teikna/mála á. Borð og stól­ar á staðn­um og engr­ar fyrri reynslu af teikn­ingu þörf, bara koma með áhöld og áhuga! Ekki verð­ur boð­ið upp á kennslu í teikn­ingu, held­ur er þetta frjáls tími til að teikna. Skrán­inga­gjald er 2.000 kr og fer í gegn­um sum­ar.vala.is.

Í Mos­fells­bæ hef­ur alltaf ver­ið líf­leg jeppa­menn­ing og laug­ar­dag­inn 15. mars hitt­ist jeppa­fólk í Varma­dal í skemm­unni. Hug­mynd­in er hitt­ast og grafa upp sög­una, sýna mynd­ir og jeppa frá ýms­um tím­um.

Í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar stend­ur sýn­ing Telmu Har, Vá! Kona!? yfir til 15. mars. Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af ljós­mynd­um og er við­fangs­efn­ið vanga­velt­um um kon­ur og birt­ing­ar­mynd þeirra í þjóð­sög­um.

20. mars heim­sæk­ir Dagný Her­manns­dótt­ir tex­tíl­kenn­ari Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar og seg­ir frá vett­linga­hefð­um Letta. Einn­ig kem­ur hún með all­nokk­ur vett­lingapör sem hægt er að skoða og hand­fjatla. Í Lett­landi sköp­uð­ust ein­stak­ar hefð­ir í vett­linga­prjóni. Kon­ur lögðu gríð­ar­leg­an metn­að í að hanna og prjóna ein­staka vett­linga, munstrin voru fjöl­breytt og mis­mun­andi hefð­ir sköp­uð­ust milli hér­aða. Í Lett­landi hafa varð­veist ótrú­lega fjöl­breytt og mörg vett­linga­munst­ur og enn í dag.

Þann 22. mars opn­ar sam­sýn­ing Elísa­bet­ar Stef­áns­dótt­ur, Fríðu Gauks­dótt­ur og bæj­arlista­manns­ins Þóru Sig­ur­þórs­dótt­ur í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Sama dag býð­ur kvennakór­inn Stöll­ur upp á sann­kall­aða menn­ing­ar­veislu kvenna í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar. Árið 2025 er ár kon­unn­ar og ætla Stöll­ur að fagna því á sér­stak­lega með því að halda þenn­an við­burð sem er til­eink­að­ur kon­um. Kvennakór­inn Stöll­ur stát­ar af list­ræn­um með­lim­um og munu þær all­ar leggja fram krafta sína á fjöl­breytt­an hátt. Við­burð­ur­inn mun inni­halda söng, mynd­list, blóma­skreyt­ing­ar, smá­sagna og ljóða­lest­ur, þar sem all­ar kon­urn­ar munu nýta sína sér­hæf­ingu og sköp­un­ar­kraft til að veita áheyr­end­um ógleym­an­lega upp­lif­un. Með­al þeirra sem koma fram á við­burð­in­um eru Hafdís Huld Þrast­ar­dótt­ir, Tex­tíl Bar­inn, Ás­björg Jóns­dótt­ir og fleiri.

Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Diddú, Örn Árna­son og Jón­as Þór­ir pí­anó­leik­ari hafa öll unn­ið sam­an í lang­an tíma og nú leiða þau sam­an hesta sína í Hlé­garði sunnu­dags­kvöld­ið 23. mars í stór­skemmti­legri dagskrá sem heit­ir Létt­ir sprett­ir en þar skreppa þau með gesti sína í skemmti­ferð í tali og tón­um. Miða­sala fer fram á tix.is og við inn­gang.

Sögu­kvöld í Hlé­garði hafa held­ur bet­ur sleg­ið í gegn og hús­fyll­ir í bæði skipt­in sem þau hafa ver­ið hald­in. Að þessu sinni verð­ur Sögu­kvöld­ið hald­ið fimmtu­dag­inn 27. mars. Yf­ir­skrift kvölds­ins er Ála­fossull er á við gull og fjallað verð­ur um ull­ar­verk­smiðj­una á Ála­fossi í máli og mynd­um. Hús­ið opn­ar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 19:30.

Fleiri við­burð­ir und­ir hatti Menn­ing­ar í mars verða kynnt­ir á við­burða­da­ga­tali Mos­fells­bæj­ar og á sam­fé­lags­miðl­um bæj­ar­ins. Þau sem hafa áhuga á að bjóða upp á menn­ing­ar­við­burð í mars eru hvött að skrá við­burð­inn á mos.is/menn­ingimars.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir bæði til að bjóða upp á menn­ing­ar­við­burði í mars og einn­ig til að mæta vel á við­burð­ina og njóta þeirr­ar menn­ing­ar sem blómstr­ar í bæn­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00