Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Menn­ing í mars hef­ur það að mark­miði að efla menn­ing­ar­starf í bæn­um, gera það sýni­legra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.

Kvennakór­inn Stöll­ur úr Mos­fells­bæ og Kvennakór­inn Sóldís úr Skagafirði verða með sam­eig­in­lega tón­leika föstu­dags­kvöld­ið 1. mars. Á dagskrá verða að­al­lega lög eft­ir Magnús Ei­ríks­son. Stað­setn­ing verð­ur aug­lýst þeg­ar nær dreg­ur.

Mið­viku­dag­inn 6. mars mun söng­deild Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar halda tvenna tón­leika í Bæj­ar­leik­húsi Mos­fells­bæj­ar. Þar munu nem­end­ur söng­deild­ar flytja tónlist frá fimmta og sjötta ára­tugn­um. Tón­leik­arn­ir eru kl. 16 og kl. 18. Með­leik­ari er Bjarmi Hreins­son.

Með­al menn­ing­ar­við­burða sem í boði verða í mars er Menn­ing­ar­ferð í Hlé­garði 8. mars. Þá mun meist­ara­flokk­ur kvenna í knatt­spyrnu og Hlé­garð­ur blása til tón­leikagleði þar sem fram koma mos­fellsku söng­kon­urn­ar GDRN, Stef­anía Svavars, Greta Salome og Auð­ur Linda. Í lok kvölds stíg­ur leynigest­ur á svið.

End­ur­fund­ir við Kristján frá Djúpa­læk eru á dagskrá þann 10. mars í Hlé­garði. Um er að ræða tón­list­ar- og sögu­st­und með hljóm­sveit­inni Djúpa­læk, þar sem tón­um og tali verð­ur beint að texta­gerð Kristjáns frá Djúpa­læk við ís­lensk dans- og dæg­ur­lög. Hljóm­sveit­ina Djúpa­læk skipa Halldór Gunn­ars­son sem leik­ur á harmonikku, pí­anó og munn­hörpu, þau Íris Jóns­dótt­ir, söng­kona, Björg­vin Gíslason gít­ar­leik­ari, Har­ald­ur Þor­steins­son bassa­leik­ari og Sig­urð­ur Reyn­is­son trommu­leik­ari.

Fimmtu­dag­inn 14. mars er kom­ið að Ferða­bók Gísla Ein­ars­son­ar í Hlé­garði. Gísli hef­ur und­an­far­inn ald­ar­fjórð­ung ferð­ast fram og aft­ur um land­ið, hring eft­ir hring og aft­ur til baka og stúd­erað lands­hætti og líf land­ans með það að mark­miði að taka upp þráð­inn þar sem Eggert Ólafs­son og Bjarni Páls­son skildu við í Ferða­bók sinni. Út­kom­an er bráð­fynd­in og óhætt að lofa skemmti­legri kvöldstund.

Sögu­kvöld í Hlé­garði mælt­ist vel fyr­ir í fyrra og mættu um 200 gest­ir á þann við­burð. Um­fjöll­un­ar­efn­ið var heita vatn­ið í Mos­fells­sveit enda er saga jarð­hita­notk­un­ar í sveit­ar­fé­lag­inu at­hygl­is­verð, bæði hvað varð­ar hús­hit­un, yl­rækt og sund­iðk­un. Þessi við­burð­ur var unn­inn í sam­vinnu við Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar og mik­il ánægja var með kvöld­ið. Nú stend­ur til að end­ur­taka leik­inn þann 21. mars í Hlé­garði og beina at­hygl­inni að þessu sinni að her­náms­ár­un­um í Mos­fells­bæ.

Fleiri við­burð­ir und­ir hatti Menn­ing­ar í mars verða kynnt­ir á við­burða­da­ga­tali Mos­fells­bæj­ar og á sam­fé­lags­miðl­um bæj­ar­ins. Þau sem hafa áhuga á að bjóða upp á menn­ing­ar­við­burð í mars eru hvatt­ir að skrá við­burð­inn á mos.is/menn­ingimars.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir bæði til að bjóða upp á menn­ing­ar­við­burði í mars og einn­ig til að mæta vel á við­burð­ina og njóta þeirr­ar menn­ing­ar sem blómstr­ar í bæn­um.

Skoða viðburðadagatal:

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00