Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Glæsi­leg dag­skrá í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar 28. mars og 4. apríl.

Boð­ið er upp á glæsi­lega dag­skrá Menn­ing­ar­vors sem hald­in verð­ur tvö þriðju­dags­kvöld í röð, þann 28. mars og 4. apríl á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar og hefst kl. 20:00. Þetta er í átt­unda sinn sem Menn­ing­ar­vor er skipu­lagt í Mos­fells­bæ og hef­ur menn­ing­ar­veisl­an not­ið vax­andi vin­sælda.

Að þessu sinni njót­um við ís­lenskra lista­manna en einnig verða menn­ing­ar­þræð­irn­ir rakt­ir til Kúbu í tali og tón­um.

Létt­ar veit­ing­ar – Ókeyp­is að­gang­ur.

Dag­skrá 28. mars:

  • Regína Ósk syng­ur lög af plöt­um sín­um og önn­ur lög í bland.
  • Ari Eld­járn uppist­and­ari flyt­ur gam­an­mál eins og hon­um ein­um er lag­ið.

Dag­skrá 4. apríl:

  • Hljóm­sveit Tóm­as­ar R. Ein­ars­son­ar leik­ur lög af hinni vin­sælu plötu Bongó sem kom út s.l. haust og ein­hver kúbönsk stef gætu líka skot­ið upp koll­in­um.
  • Tamila Gámez Carcell seg­ir frá Kúbu og Tóm­as R. Ein­ars­son frá kúbönsk­um bók­mennt­um og tónlist.
  • Jó­hann­es Agn­ar Krist­ins­son og Berg­þóra Andrés­dótt­ir frá Sal­samafíunni sýna dans.

Tengt efni

  • Safn­anótt 2023 með pompi og pragt

    Safn­anótt var hald­in há­tíð­leg í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar.

  • Vel heppn­að Bók­mennta­hlað­borð eft­ir tveggja ára hlé

    Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar var hald­ið þriðju­dag­inn 22. nóv­em­ber, eft­ir tveggja ára hlé sök­um Covid-19 heims­far­ald­urs­ins.

  • Gleði­legt sum­ar!

    Breyt­ing hef­ur ver­ið gerð á regl­um um sótt­varn­ir á söfn­um. Nú hafa söfn heim­ild til að taka á móti helm­ingi af há­marks­fjölda gesta.