Glæsileg dagskrá í Bókasafni Mosfellsbæjar 28. mars og 4. apríl.
Boðið er upp á glæsilega dagskrá Menningarvors sem haldin verður tvö þriðjudagskvöld í röð, þann 28. mars og 4. apríl á Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Þetta er í áttunda sinn sem Menningarvor er skipulagt í Mosfellsbæ og hefur menningarveislan notið vaxandi vinsælda.
Að þessu sinni njótum við íslenskra listamanna en einnig verða menningarþræðirnir raktir til Kúbu í tali og tónum.
Léttar veitingar – Ókeypis aðgangur.
Dagskrá 28. mars:
- Regína Ósk syngur lög af plötum sínum og önnur lög í bland.
- Ari Eldjárn uppistandari flytur gamanmál eins og honum einum er lagið.
Dagskrá 4. apríl:
- Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar leikur lög af hinni vinsælu plötu Bongó sem kom út s.l. haust og einhver kúbönsk stef gætu líka skotið upp kollinum.
- Tamila Gámez Carcell segir frá Kúbu og Tómas R. Einarsson frá kúbönskum bókmenntum og tónlist.
- Jóhannes Agnar Kristinsson og Bergþóra Andrésdóttir frá Salsamafíunni sýna dans.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.