Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2015

Áfram stelp­ur! Af kraf­mikl­um kven­fé­lags­kon­um.

Þriðja kvöld­ið af þrem­ur af Menn­ing­ar­vori Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið í kvöld, 28. apríl kl. 20:00 í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar und­ir yf­ir­skrift­inni – Áfram stelp­ur! Þar verð­ur sagt frá kraf­mikl­um kven­fé­lags­kon­um.

Í til­efni af 100 ára af­mæli kosn­inga­rétt­ar kvenna 1915-2015 er boð­ið upp á fjöl­breytta dagskrá í tali, tón­um og leik sem teng­ist sögu Kven­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar bregð­ur á leik og flyt­ur þætti úr sögu Kven­fé­lags­ins.

Tónlist:

  • Kjart­an Valdemars­son harmónikka, harm­ón­í­um og pí­anó.
  • Dísella, Ingi­björg og Þór­unn Lár­us­dæt­ur syngja.

Kven­fé­lagskaffi.

Dagskrá Menn­ing­ar­vors í Mos­fells­bæ fer fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar þrjú þriðju­dags­kvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöld­in.

Að­gang­ur er ókeyp­is á alla við­burði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00