Þriðja kvöldið af þremur af Menningarvori Mosfellsbæjar verður haldið í kvöld, 28. apríl kl. 20:00 í Bókasafni Mosfellsbæjar undir yfirskriftinni – Áfram stelpur! Þar verður sagt frá krafmiklum kvenfélagskonum.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 1915-2015 er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tali, tónum og leik sem tengist sögu Kvenfélags Mosfellsbæjar.
Leikfélag Mosfellssveitar bregður á leik og flytur þætti úr sögu Kvenfélagsins.
Tónlist:
- Kjartan Valdemarsson harmónikka, harmóníum og píanó.
- Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur syngja.
Kvenfélagskaffi.
Dagskrá Menningarvors í Mosfellsbæ fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þrjú þriðjudagskvöld í apríl og hefst kl. 20:00 öll kvöldin.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.