Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:30 – 22:00 er þriðja og síðasta kvöld Menningarvorsins.
Þar verða menningarþræðir raktir með Halldóri Laxness úr Borgundarhólmi undir yfirskriftinni Hvert örstutt spor… Þórarinn Eldjárn, skáld, talar um dvöl Halldórs Laxness á Borgundarhólmi. Halldór orti kvæði á dönsku sem ungur maður. Þórarinn hefur þýtt kvæðið (Jónsmessubálið brennur) og kemur það út í ljóðabók síðar í apríl. Þórarinn fer með kvæðið og ræðir efni þess á milli tónlistaratriða.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundarson, Sigurður Ingvi Snorrason og Hávarður Tryggvason flytja lög við ljóð Halldórs.
Dagskrá kvöldsins er í höndum Sigurðar Ingva Snorrasonar
Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Boðið verður uppá kaffi. Aðgangur ókeypis.
Menningarvor 2014 fer fram þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.