Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2014

Þriðju­dag­inn 8. apríl kl. 20:30 – 22:00 er þriðja og síð­asta kvöld Menn­ing­ar­vors­ins.

Þar verða menn­ing­ar­þræð­ir rakt­ir með Hall­dóri Lax­ness úr Borg­und­ar­hólmi und­ir yf­ir­skrift­inni Hvert ör­stutt spor… Þór­ar­inn Eldjárn, skáld, tal­ar um dvöl Hall­dórs Lax­ness á Borg­und­ar­hólmi. Halldór orti kvæði á dönsku sem ung­ur mað­ur. Þór­ar­inn hef­ur þýtt kvæð­ið (Jóns­messu­bál­ið brenn­ur) og kem­ur það út í ljóða­bók síð­ar í apríl. Þór­ar­inn fer með kvæð­ið og ræð­ir efni þess á milli tón­list­ar­at­riða.

Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Jón­as Ingi­mund­ar­son, Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son og Há­varð­ur Tryggvason flytja lög við ljóð Hall­dórs.

Dagskrá kvölds­ins er í hönd­um Sig­urð­ar Ing­va Snorra­son­ar

Dag­skrá­in fer fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Boð­ið verð­ur uppá kaffi. Að­gang­ur ókeyp­is.

Menn­ing­ar­vor 2014 fer fram þrjú þriðju­dags­kvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00