Í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. maí, kl. 20:00 – 21:30 er gestum boðið upp áfranska tónlist, franska „gourmet“ osta, franskt rauðvín og frásögn af Frakklandsdvöl áBókasafni Mosfellsbæjar.
Þau Kristjana Helgadóttir og Jón Guðmundsson flautuleikarar og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, kennarar við Listaskóla Mosfellsbæjar flytja heillandi franska tónlist fyrir flautu og píanó.
Ásbjörg Jónsdóttir nemi við Listaskólann spjallar um dvöl sína í Frakklandi og syngur nokkur lög.
Ostabúðin á Skólavörðustíg kitlar bragðlauka gesta og kynnir franskar eðalvörur sínar.
Notaleg stemning, kaffi og kertaljós.
Aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.