Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 16. – 18. apríl n.k. í Kjarna.
Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu í Kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Börn af leikskólum bæjarins mæta í Kjarnann, skoða sýninguna og syngja fyrir gesti og gangandi.
Dagskrá:
- 15 . apríl – Sýningin sett upp
- 16. apríl – Árgangar 2009 og 2010 mæta og syngja kl. 10:40
- 17. apríl – Árgangur 2008 mætir og syngur kl. 10:40
- 18. apríl – Árgangur 2007 mætir og syngur kl. 10:40
Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Kjarna vikuna 16-18. apríl og skoða listasýningu og hlýða á börnin syngja.
Sýningin mun standa í Kjarna til 24. apríl
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.