Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 15. – 25. apríl á torginu í Kjarna.
Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu þessa daga. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.
Leikskólabörnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl. 10:30.
- Mánudagur 18. apríl – Árgangur 2012
- Þriðjudaginn 19. apríl – Árgangur 2011
- Miðvikudaginn 20. apríl – Árgangur 2010