Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2021

Á und­an­förn­um miss­er­um hafa ver­ið í gangi marg­hátt­að­ar fram­kvæmd­ir í íþróttamið­stöð­inni að Varmá sem all­ar bein­ast að því að gera um­hverfi og að­stöðu íþrótta­ið­k­enda og bæj­ar­búa sem allra best.

Í lok síð­asta árs tók Aft­ur­eld­ing í gagn­ið nýtt og glæsi­legt skrif­stofu- og fund­ar­rými sem stað­sett er á 2. hæð í milli­bygg­ingu milli fim­leika­húss og sal­ar 3. Rými sem áður hýsti skrif­stof­ur Aft­ur­eld­ing­ar hef­ur nú ver­ið end­ur­inn­réttað og hýs­ir nú að­stöðu fyr­ir starfs­menn íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar.

Norð­an við íþróttamið­stöð­ina hafa ver­ið reist­ir gáma­klef­ar sem nýt­ast deild­um Aft­ur­eld­ing­ar vel. Klefarn­ir tengjast sal 2 en nýt­ast einn­ig öll­um úti­svæð­um til sam­ræm­is við þarf­ir Aft­ur­eld­ing­ar.

Að lok­inni heild­ar­skimun var fram­kvæmd­um for­gangsr­að­að

Um mitt síð­asta ár var lok­ið við að skima allt hús­næði íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar að Varmá af sér­fræð­ing­um EFLU sem hluta af verk­efni sem fól í sér heild­ar­skimun á skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar. Við þá skimun voru til skoð­un­ar raka­skemmd­ir og áhrif þeirra á gæði alls kennslu­hús­næð­is Mos­fells­bæj­ar. Í kjöl­far skimun­ar­inn­ar var ráð­ist í fram­kvæmd­ir til þess að upp­ræta raka­skemmt bygg­ing­ar­efni í íþróttamið­stöð­inni og þeim for­gangsr­að­að í mik­il­væg­is­röð. Í fyrsta for­gangi var allt kennslu­hús­næði og íveru­rými barna. Þann­ig voru íþrótta­sal­irn­ir ásamt tveim­ur bún­ings­klef­um í fyrsta for­gangi og tekn­ir í gegn fyrst. Fram­kvæmd­ir voru einna mest­ar í sal 3 þar sem loft voru end­ur­nýj­uð og hljóð­vist bætt. Gert er ráð fyr­ir að við­halds- og end­ur­nýj­un­ar­fram­kvæmd­ir að Varmá ljúki að mestu í ár.

Loks fengu tveir bún­ings­klef­ar á svo­köll­uð­um græna gangi gagn­gera and­lits­lyft­ingu þar sem sett voru epoxý gólf og vegg­ir auk nýrra skápa. Í ár verða tveir klef­ar til við­bót­ar end­ur­nýj­að­ur með sama hætti.

Fram­kvæmd­ir við sund­laug­ina

Mikl­ar að­gerð­ir voru einn­ig á síð­asta ári í sund­laug­inni að Varmá en þá var eldri vél­bún­aði skipt út og er nú kom­ið nýtt og full­komn­ara stýri­kerfi á potta laug­ar­inn­ar. Sauna­klefi var end­ur­nýj­að­ur í sund­laug­inni og sett­ir var nið­ur kald­ur pott­ur.

Þessa dag­ana standa yfir end­ur­bæt­ur í klef­um und­ir kjall­ara sund­laug­ar þar sem sett verð­ur epoxí í hólf og gólf og sam­hliða verða klefarn­ir lag­að­ir að þörf­um knatt­spyrnu­deild­ar­inn­ar.

Loks var ráð­ist í að bæta lýs­ingu við frjálsí­þrótta­völl­inn í vet­ur þann­ig að þeir sem kjósa að hreyfa sig þar geta gert það á upp­hit­aðri hlaupa­braut.

Sam­ráðsvett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar

Sam­ráðsvett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar var sett­ur á lagg­irn­ar árið 2018 í þeim til­gangi að skapa form­leg­an vett­vang fyr­ir upp­bygg­ingu og nýt­ingu Aft­ur­eld­ing­ar á að­stöðu að íþróttamið­stöð­inni að Varmá. Á af­mælis­ár­inu 2019 þeg­ar fé­lag­ið átti 110 ára af­mæli tók bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar ákvörð­un um að gefa fé­lag­inu vinnu við fram­tíð­ar­skipu­lag svæð­is­ins í af­mæl­is­gjöf.

Í fram­hald­inu var sam­ráðsvett­vangn­um fal­ið að halda utan um þá vinnu. Verk­fræði­stof­an EFLA hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um unn­ið að mót­un fram­tíð­ar­skipu­lags íþrótta­svæð­is­ins. Skýrsla EFLU ligg­ur nú fyr­ir ásamt þarf­agrein­ingu næstu ára og hef­ur ver­ið vísað til bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar og til að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar til um­fjöll­un­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00