Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2010

Efnt verð­ur til mál­þings um til­færslu þjón­ustu við fatl­aða frá ríki til sveit­ar­fé­laga í Hauka­hús­inu á Ásvöll­um, Hafnar­firði, mið­viku­dag­inn 1. des­em­ber n.k.

Mál­þing­ið stend­ur frá kl. 13.00 til kl. 17.00.

Mál­þing­ið er hald­ið á veg­um fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­is­ins, Stjórn­ar­nefnd­ar mál­efna fatl­aðra og Svæð­is­skrif­stofu og Svæð­is­ráðs Reykja­ness.

Mál­þing­ið er öll­um opið en gert er ráð fyr­ir að það höfði sér­stak­lega til not­enda og starfs­fólks þjón­ustu Svæð­is­skrif­stofu Reykja­ness sem munu starfa við eða nýta fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna á nýju ári. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir þátt­töku sveit­ar­stjórn­ar­manna, hags­muna­að­ila og ann­arra sem láta sig varða fé­lags- og bæj­ar­mál í sveit­ar­fé­lög­um sín­um.

Helstu dag­skrárlið­ir eru:

  • Gunn­ar Her­sveinn, heim­spek­ing­ur og rit­höf­und­ur, fjall­ar um “Gild­in í sam­fé­lag­inu – hvern­ig byggj­um við brýr á milli mis­mun­andi við­horfa?”
  • Halldór S. Guð­munds­son, lektor við fé­lags­ráð­gjafa­deild HÍ, leit­ar svara við spurn­ing­unni “Vel­ferð­ar­þjón­usta á tíma­mót­um – hvað geta ríki og sveit­ar­fé­lög lært hvert af öðru?”
  • Hvaða vænt­ing­ar hafa not­end­ur og að­stand­end­ur þeirra til yf­ir­færsl­unn­ar?
  • Hvern­ig stend­ur und­ir­bún­ing­ur sveit­ar­fé­lag­anna á svæð­inu í að­drag­anda yf­ir­færsl­unn­ar og hvern­ig verð­ur sam­starfi þeirra háttað að henni lok­inni? – Um það ræða Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs í Mos­fells­bæ, og Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík
  • “Að hugsa í lausn­um – er pláss fyr­ir ný­sköp­un á þess­um tíma­mót­um?” – Guð­jón Sig­urðs­son, formað­ur MND-fé­lags­ins, fjall­ar um not­end­a­stýrða per­sónu­lega þjón­ustu (NPA) og Elín Ebba Ásmunds­dótt­ir, iðju­þjálfi, kynn­ir verk­efn­ið Not­andi spyr not­anda (NsN)
  • Kynnt­ir verða horn­stein­ar í starf­semi Svæð­is­skrif­stofu Reykja­ness, þekk­ing og reynsla sem æski­legt er að færist yfir á nýj­an vett­vang
  • “Hvað ger­ist um ára­mót? – Kynn­ing á sam­komu­lagi rík­is og sveit­ar­fé­laga og frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um mál­efni fatl­aðra.” – Ein­ar Njáls­son, formað­ur verk­efn­is­stjórn­ar um verka­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga á sviði vel­ferð­ar­mála
  • Um­ræð­ur og fyr­ir­spurn­ir

Kaffi­veit­ing­ar verða í boði.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00