Efnt verður til málþings um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga í Haukahúsinu á Ásvöllum, Hafnarfirði, miðvikudaginn 1. desember n.k.
Málþingið stendur frá kl. 13.00 til kl. 17.00.
Málþingið er haldið á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Stjórnarnefndar málefna fatlaðra og Svæðisskrifstofu og Svæðisráðs Reykjaness.
Málþingið er öllum opið en gert er ráð fyrir að það höfði sérstaklega til notenda og starfsfólks þjónustu Svæðisskrifstofu Reykjaness sem munu starfa við eða nýta félagsþjónustu sveitarfélaganna á nýju ári. Jafnframt er gert ráð fyrir þátttöku sveitarstjórnarmanna, hagsmunaaðila og annarra sem láta sig varða félags- og bæjarmál í sveitarfélögum sínum.
Helstu dagskrárliðir eru:
- Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur, fjallar um “Gildin í samfélaginu – hvernig byggjum við brýr á milli mismunandi viðhorfa?”
- Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafadeild HÍ, leitar svara við spurningunni “Velferðarþjónusta á tímamótum – hvað geta ríki og sveitarfélög lært hvert af öðru?”
- Hvaða væntingar hafa notendur og aðstandendur þeirra til yfirfærslunnar?
- Hvernig stendur undirbúningur sveitarfélaganna á svæðinu í aðdraganda yfirfærslunnar og hvernig verður samstarfi þeirra háttað að henni lokinni? – Um það ræða Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs í Mosfellsbæ, og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík
- “Að hugsa í lausnum – er pláss fyrir nýsköpun á þessum tímamótum?” – Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, fjallar um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) og Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, kynnir verkefnið Notandi spyr notanda (NsN)
- Kynntir verða hornsteinar í starfsemi Svæðisskrifstofu Reykjaness, þekking og reynsla sem æskilegt er að færist yfir á nýjan vettvang
- “Hvað gerist um áramót? – Kynning á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga og frumvarpi um breytingar á lögum um málefni fatlaðra.” – Einar Njálsson, formaður verkefnisstjórnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála
- Umræður og fyrirspurnir
Kaffiveitingar verða í boði.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.