Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2024

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir öfl­ug­um og dríf­andi mál­stjóra sem brenn­ur fyr­ir mál­efn­um barna og fjöl­skyldna þeirra og vill slást í okk­ar öfl­uga teymi til að stuðla að auk­inni far­sæld barna í Mos­fells­bæ til sam­ræm­is við lög um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna nr. 86/2021 og ný­sam­þykkta að­gerða­áætlun Mos­fells­bæj­ar Börn­in okk­ar fyr­ir árið 2025.

Leitað er að ein­stak­lingi með góða þekk­ingu og brenn­andi áhuga á vel­ferð­ar- og fræðslu­mál­um. Mál­stjóri starf­ar náið með leið­toga far­sæld­ar, mál­stjór­um vel­ferð­ar­sviðs, tengi­lið­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs og sér­fræði­þjón­ustu skóla.

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Há­skóla­mennt­un á sviði fé­lags-, heil­brigð­is- eða menntavís­inda
  • Fram­halds­mennt­un er kost­ur
  • Þekk­ing á og reynsla af ein­stak­lings­bund­inni ráð­gjöf
  • Þekk­ing á vel­ferð­ar- og fræðslu­mál­um
  • Þekk­ing á lög­um, reglu­gerð­um og verklagi vegna sam­þætt­ing­ar þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna
  • Framúrsk­ar­andi hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um
  • Góð skipu­lags­færni og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um
  • Þekk­ing á stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga er mik­ill kost­ur

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Veit­ir for­eldr­um, börn­um og þeim sem sitja í stuðn­ingsteymi barns­ins ráð­gjöf og upp­lýs­ing­ar um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barns
  • Ger­ir mat og/eða grein­ingu á þörf­um barns eða að­stoð­ar við að tryggja að­g­ang að slíku
  • Ber ábyrgð á gerð stuðn­ings­áætl­ana, stýr­ir stuðn­ingsteym­um og fylg­ir því eft­ir að þjón­usta sé veitt í sam­ræmi við stuðn­ings­áætlun
  • Sit­ur í sam­þætt­ing­ar­t­eymi Mos­fells­bæj­ar
  • Trygg­ir góða sam­vinnu við tengi­liði, aðra mál­stjóra sveit­ar­fé­lags­ins sem og lyk­il­stofn­an­ir og þjón­ustu­að­ila

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 5. janú­ar 2024.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, sig­ur­bjorgf@mos.is eða Elv­ar Jóns­son, leið­togi far­sæld­ar barna, elvarj@mos.is.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00