Þar sem ekki er hægt að flokka málm í sorptunnur við heimili er nú búið að staðsetja málmgám á grenndarstöðina við Bogatanga.
Áfram verður hægt að skila málmi á endurvinnslustöðina Blíðubakka.
Fyrirhugað er að málmgámar verði á öllum grenndarstöðvum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og er áætlað að þeir verði komnir í notkun í febrúar 2024.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér nánar hvernig á að flokka á flokkum.is.