Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Mánudagskvöldið 15. ágúst stefnir Colas Ísland á að fræsa og malbika hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ. Vesturlandsvegi verður lokað á milli Skarhólabrautar og Reykjavegar. Hjáleiðir verða merktar um Skarhólabraut/Reykjaveg annars vegar og Þverholt/Baugshlíð hins vegar. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til 02:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.