Til stendur að steypa kantsteina og gangstéttar í Desjamýri og Flugumýri. Til að tryggja greiða aðkomu verktaka að umræddum svæðum eru eigendur þeirra ökutækja og búnaðar sem stendur utan lóða hvattir til að fjarlægja hann sem fyrst og minnt er á að óheimilt er að geyma slíkt utan lóða. Meðan á framkvæmd þessari stendur verður aðgengi að lóðum tryggt. Umsjónaraðili með verkinu er Vargur ehf. og tengiliður er Hlynur s: 694-9922.
Mosfellsbær og verktakar þakka eigendum og lóðarhöfum fyrir góða samvinnu.
Meðfylgjandi er samþykkt deiliskipulag af svæðinu og framkvæmdasvæði.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.