Framkvæmd við lokahús við Víðiteig stendur yfir og samvæmt verkáætlun er nú unnið að lagnagerð að húsinu. Vegna vinnuvéla og framkvæmda á svæðinu hefur stíg og reiðstíg verið lokað á ákveðnum kafla og hjáleið hefur verið opnuð til að tryggja öryggi vegfarenda. Gert er ráð fyrir að stígur og reiðstígur um undirgöng verði opnaðir á ný í kringum 9. maí.
Lokahúsið mun styrkja vatnskerfi bæjarins með því að miðla og þrýstijafna vatni frá nýjum vatnstanki til austari hverfa, sem stuðlar að auknu afhendingaröryggi á köldu vatni til framtíðar.
Íbúar og aðrir gestir svæðisins eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdir kunna að valda. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok ágúst 2025.