Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. apríl 2025

Fram­kvæmd við loka­hús við Víði­teig stend­ur yfir og sam­væmt ver­káætlun er nú unn­ið að lagna­gerð að hús­inu. Vegna vinnu­véla og fram­kvæmda á svæð­inu hef­ur stíg og reiðstíg ver­ið lokað á ákveðn­um kafla og hjá­leið hef­ur ver­ið opn­uð til að tryggja ör­yggi veg­far­enda. Gert er ráð fyr­ir að stíg­ur og reiðstíg­ur um und­ir­göng verði opn­að­ir á ný í kring­um 9. maí.

Loka­hús­ið mun styrkja vatns­kerfi bæj­ar­ins með því að miðla og þrýsti­jafna vatni frá nýj­um vatnstanki til aust­ari hverfa, sem stuðl­ar að auknu af­hend­ingarör­yggi á köldu vatni til fram­tíð­ar.

Íbú­ar og að­r­ir gest­ir svæð­is­ins eru beðn­ir vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um sem fram­kvæmd­ir kunna að valda. Stefnt er að því að fram­kvæmd­um ljúki í lok ág­úst 2025.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00