Föstudaginn 5. júlí, frá kl. 08:00 – 11:00, verður unnið við yfirlagnir á Skeiðholti frá Dvergholt/Lágholt að Skólabraut/Harðarbraut (báðar akreinar). Hjáleiðir eru um Álfholt og Þverholt eða Skólabraut, Háholt og Þverholt.
Athugið að þessi áætlun er háð veðri og getur því tekið breytingum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.