Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin er innan frístundasvæðis 526-F að Lynghólsvegi 17-23, er snertir fasteign Lynghólsvegar 21. Breytingin felur í sér að byggingarreitur er samræmdur núverandi staðsetningu mannvirkja og húss, auk þess sem skipulagsákvæði og byggingarheimildir eru uppfærðar til samræmis við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Innfærðir eru ýmsir skilmálar til samræmis við kröfur.
Gögn eru aðgengileg í Skipulagsgáttinni þar sem umsögnum er skilað inn rafrænt.
Umsagnafrestur er til og með 7. mars 2025.