Í dag kom í ljós sprengja sem talin er vera frá seinni heimsstyrjöldinni sem virðist hafa fylgt jarðvegi sem fluttur hafði verið á svæðið. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar og Sérsveitar lögreglunnar hafa verið kallaðir á svæðið.
Af þessum sökum eru nú lokanir við Baugshlíð frá Vesturlandsvegi og að hringtorgi við Lágafellslaug. Að mati viðbragðsaðila er ekki talin ástæða til rýmingar á svæðinu.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.