Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka Álafossvegi varanlega við bílastæði Álafossvegar 33.
Breytingin tekur gildi í júlí. Mikill meirihluti íbúa og rekstraraðila óskaði eftir breytingunni en gerð var tilraun með hana síðasta sumar. Þeir sem leið eiga um Álafosskvosina þurfa því að hafa það hugfast að ekki verður lengur mögulegt að keyra í gegnum hana. Akstur í neyðartilvikum verður leyfður s.s. akstur sjúkra- og slökkvibíla.
Tengt efni
Íbúðir með hlutdeildarlánum í Mosfellsbæ
Í dag 12. september 2023 undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi 22. ágúst 2023
Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.