Nú standa yfir framkvæmdir við lokun og niðurrif á Gými á urðunarstaðnum í Álfsnesi sem nýttur hefur verið fyrir lyktarsterkan úrgang.
Nú standa yfir framkvæmdir við lokun og niðurrif á Gými á urðunarstaðnum í Álfsnesi sem nýttur hefur verið fyrir lyktarsterkan úrgang.
Á meðan á þessum framkvæmdum við niðurrif og lokun Gýmis stendur er hætta á að lyktarmengun berist til Mosfellsbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu verður leitast við að hindra að lykt berist úr þrónni á meðan á verkinu stendur með mótvægisaðgerðum. Á meðal mótvægisaðgerða er að vinna verkefnið þegar vindátt er austlæg og stendur af byggð, opna eins lítið og mögulegt er í einu og loka framkvæmdum í lok hvers dags.
Gera má ráð fyrir því að framkvæmdin standi yfir í um 1-2 vikur en þegar þeim er lokið eiga vandræði vegna þeirrar lyktaruppsprettu að vera úr sögunni.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.