Nú stendur yfir lokavinna lóðarfrágangs við Fellið nýja fjölnotahús Mosfellinga.
Unnið er að því að tengja göngustíga frá Íþróttamiðstöðinni Varmá að gervigrasvellinum og einnig tengingu inná stígakerfi bæjarins. Snjóbræðslukerfi var lagt í malbikaða stíga og verður því hægt að ganga þurrum fótum frá aðalinngangi íþróttamiðstöðvarinnar að gervigrasvellinum.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.