Dagana 18. maí – 1. júní unnu nemendur í 10. bekk að lokaverkefni sínu þar sem fléttað var saman dönsku, ensku, íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði.
Í verkefninu reyndi á sköpun, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagningu og samstarf. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með nemendum leggja mikla alúð við og metnað í vinnu sína og einstaklega gaman að sjá hve útkoman varð glæsileg!
Einkunnarorð skólans skinu í gegn þessa síðustu daga þeirra í skólanum en þau eru einmitt samvera, samvinna og samkennd.
Nemendur buðu svo foreldrum og öðrum aðstandendum, yngri nemendum og starfsmönnum skólans að koma og sjá afraksturinn í dag, 1. júní.