Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. mars 2021

Ný reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra tók gildi á mið­nætti 25. mars og er sett í kjöl­far hópsmita af breska af­brigð­inu af COVID-19 sem er tal­ið meira smit­andi en þau af­brigði sem hafa greinst áður á land­inu.

Vegna þessa hef­ur skóla­haldi ver­ið af­lýst í grunn­skól­um og tón­list­ar­skól­um. Leik­skól­ar munu starfa með mögu­leg­um tak­mörk­un­um sem leiða af reglu­gerð­inni, en hún heim­il­ar að­eins að tíu full­orðn­ir ein­stak­ling­ar séu sam­an­komn­ir í hverju sótt­varn­ar­hólfi. Börn sem fædd eru fyr­ir 2015 eru und­an­skilin regl­un­um. Til að inn­leiða breytt skipu­lag tóku sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Mos­fells­bær þá ákvörð­un að halda starfs­dag á leik­skól­um til há­deg­is í dag fimmtu­dag­inn 25. mars.

Mos­fells­bær mun grípa til eft­ir­far­andi ráð­staf­ana sam­kvæmt reglu­gerð um tak­mörk­un á skólast­arf vegna far­sótt­ar sem gild­ir frá 25. mars til 31. mars 2021:

  •  Grunn­skól­ar í Mos­fells­bæ loka.
  • Lista­skól­inn lok­ar (tón­list­ar­deild, skóla­hljóm­sveit og mynd­list­ar­skól­inn).
  • Fé­lags­mið­stöðin Ból lok­ar – all­ar starfs­stöðv­ar.
  • Ung­menna­hús­ið Mos­inn lok­ar.
  • Frístund í grunn­skól­um lok­ar.
  • Leik­skól­ar verða áfram opn­ir á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar og á það einn­ig við um þær leik­skóla­deild­ir sem eru í sam­þætt­um leik- og grunn­skól­um.

Sam­kvæmt reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar sem gild­ir til 15. apríl 2021:

  • Íþróttamið­stöðv­ar að Varmá og Lága­felli loka (sund­laug­ar, íþrótta­hús og lík­ams­rækt).
  • Íþrótt­ir sem krefjast meiri ná­lægð­ar en 2 metra milli ein­stak­linga eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sam­eig­in­legs bún­að­ar eru óheim­il­ar.

Þjón­usta fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar

Ráð­gjaf­ar fjöl­skyldu­sviðs munu leggja áherslu á ra­f­ræn­ar lausn­ir í við­töl­um, svo sem í gegn­um fjar­funda­bún­að eða með sím­töl­um þar sem því verð­ur við kom­ið. Við­töl sem búið er að skipu­leggja á þeim tíma sem boð­að­ar lok­an­ir eru geta riðlast vegna skertr­ar við­veru ráð­gjafa á bæj­ar­skrif­stofu. Haft verð­ur sam­band við alla sem þarf að bjóða nýja við­tals­tíma eða ef þeir fara fram í breyttri mynd.

Fé­lags­starf­ið er opið föstu­dag­inn 26. mars kl. 13:00-16:00 og í Dymb­il­vik­unni kl. 11:00-16:00. Fjölda­tak­mörk­un mið­ast við 8-10 manns og hámark 2 tím­ar á dag fyr­ir hvern og einn. Skrá þarf nið­ur nafn og síma­núm­er við mæt­ingu. Nám­skeið þar sem eru færri en 10 ein­stak­ling­ar halda áfram, önn­ur eru lok­uð með­an á tak­mörk­un stend­ur. Eft­ir páska er opn­un­ar­tím­inn mán. – fim. kl. 11:00-16:00 og fös. kl. 13:00-16:00.

Not­end­ur sem nýta sér mat­ar­þjón­ustu í Eir­hömr­um eru hvatt­ir til að óska eft­ir því að fá heimsend­ingu mat­ar í stað þess að mæta í Eir­hamra.

Bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar – þjón­ustu­ver

Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar verð­ur áfram opið en gest­ir verða að vera með grím­ur. Mos­fells­bær legg­ur sem fyrr megin­á­herslu á að við nýt­um okk­ur ra­f­ræn­ar leið­ir eins og tölvu­póst mos@mos.is, net­spjall á vef Mos­fells­bæj­ar og síma þjón­ustu­vers 525-6700.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00