Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í gær fór fram loka­há­tíð Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar í Mos­fells­bæ og var hún hald­in í Lága­fells­skóla.

Þar kepptu til úr­slita 12 nem­end­ur úr 7. bekk frá þrem­ur grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar, Helga­fells­skóla, Lága­fells­skóla og Kvísl­ar­skóla.

Kepp­end­ur lásu svip­mynd­ir úr skáld­sög­unni Hetja eft­ir Björk Jak­obs­dótt­ur og ljóð eft­ir Braga Valdi­mar Skúla­son. Auk þess lásu kepp­end­ur ljóð sem þeir völdu sjálf­ir. All­ir kepp­end­ur fengu við­ur­kenn­ing­ar­skjal fyr­ir þátt­tök­una, bók­ar­gjöf og rós frá Mos­fells­bæ.

Úr­slit urðu þau að Rakel Hall­dórs­dótt­ir nem­andi í Kvísl­ar­skóla varð í fyrsta sæti, Þor­steinn Flóki Högna­son nem­andi í Kvísl­ar­skóla varð í öðru sæti og Eva Jón­ína Daní­els­dótt­ir nem­andi í Lága­fells­skóla varð í þriðja sæti. Öll fengu gjafa­kort í verð­laun og bæj­ar­stjóri af­henti sig­ur­veg­ar­an­um bik­ar­inn.

Nem­end­ur frá Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sáu um tón­listar­flutn­ing og Yaz­ar Kaw­are, nem­andi frá Kvísl­ar­skóla las ljóð á ar­ab­ísku.

Efnt var til mynda­sam­keppni í 7. bekkj­um skól­anna um mynd­ir í dagskrá keppn­inn­ar og hlutu fjór­ir nem­end­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir sín­ar mynd­ir, þau Em­ilí­ana Ösp Jó­hanns­dótt­ir, Sofie Þór­unn Þórð­ar­dótt­ir Araque, Frið­björg Rós Jak­obs­dótt­ir og Sig­ríð­ur Lilja Arn­ars­dótt­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00