Til úthlutunar eru fjórar einbýlishúsalóðir við Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 og þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri.
Tilboð í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 20. desember 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Úthlutun fjögurra lóða við Súluhöfða
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á lóðum að Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi.
Úthlutun atvinnuhúsalóða í Desjamýri
Til úthlutunar eru þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunarskilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni.
Tengt efni
Mikil eftirspurn eftir lóðum við Úugötu
Tilboð voru opnuð á opnum fundi á bæjarskrifstofunum í Mosfellsbæ kl. 13:00 í dag 5. maí.
Opnun tilboða í lóðir í 5. áfanga Helgafellshverfis
Opnun tilboða í lóðir í 5. áfanga Helgafellshverfis fer fram á opnum fundi kl. 13:00 á morgun, föstudaginn 5. maí.
Úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis samþykkt
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að hefja úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis. Á svæðinu hafa verið skipulagðar 151 íbúðir sem mynda blandaða byggð í hlíð á móti suðri.