Til úthlutunar eru fjórar einbýlishúsalóðir við Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 og þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri.
Tilboð í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 20. desember 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Úthlutun fjögurra lóða við Súluhöfða
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á lóðum að Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi.
Úthlutun atvinnuhúsalóða í Desjamýri
Til úthlutunar eru þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunarskilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið