Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar fyrir gesti og gangandi frá kl. 15:30 í Kjarna en kl. 16:00 hefst dagskrá á sviði á Miðbæjartorginu.
Börn úr forskóladeild Listaskóla Mosfellsbæjar verða með tónlistaratriði, Jógvan Hansen tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að kíkja á krakkana í bænum.
Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Afturelding sér um sölu á heitu kakói, kaffi og vöfflum.
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.