Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. desember 2022

Laug­ar­dag­inn 26. nóv­em­ber voru ljós­in tendr­uð á jólatré Mos­fell­inga við há­tíð­lega at­höfn.

Börn úr for­skóla­deild Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar und­ir stjórn Þór­unn­ar Díu Stein­dórs­dótt­ur sungu og spil­uðu fyr­ir gest­ina. Tréð er úr Hamra­hlíð­ar­skógi okk­ar Mos­fell­inga og það voru þau Anney Saga La Marca Woodrow og Pálm­ar Jósep Gylfa­son á leik­skól­an­um Reykja­koti sem fengu heið­ur­inn að því að tendra ljós­in á jóla­trénu með að­stoð Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra. Venju sam­kvæmt kíktu jóla­svein­ar í heim­sókn og gáfu mana­drín­ur auk þess sem Mos­fell­ing­ur­inn Jógv­an Han­sen flutti nokk­ur lög. Þetta var í fyrsta skipt­ið síð­an 2019 sem ljós­in voru form­lega tendr­uð og ánægju­legt að sjá hversu marg­ir sóttu við­burð­inn.

Fyr­ir tendr­un­ina spil­aði Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar und­ir stjórn Daða Þórs Ein­ars­son­ar lék jóla­lög á torg­inu í Kjarna þar sem 4. flokk­ur kvenna í fót­bolta seldi vöffl­ur, kakó og kaffi í fjár­öfl­un­ar­skyni.

Jólatré Mos­fell­inga kem­ur úr Hamra­hlíð­ar­skógi.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar und­ir stjórn Daða Þórs Ein­ars­son­ar lék jóla­lög á torg­inu í Kjarna.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00