Laugardaginn 26. nóvember voru ljósin tendruð á jólatré Mosfellinga við hátíðlega athöfn.
Börn úr forskóladeild Listaskóla Mosfellsbæjar undir stjórn Þórunnar Díu Steindórsdóttur sungu og spiluðu fyrir gestina. Tréð er úr Hamrahlíðarskógi okkar Mosfellinga og það voru þau Anney Saga La Marca Woodrow og Pálmar Jósep Gylfason á leikskólanum Reykjakoti sem fengu heiðurinn að því að tendra ljósin á jólatrénu með aðstoð Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra. Venju samkvæmt kíktu jólasveinar í heimsókn og gáfu manadrínur auk þess sem Mosfellingurinn Jógvan Hansen flutti nokkur lög. Þetta var í fyrsta skiptið síðan 2019 sem ljósin voru formlega tendruð og ánægjulegt að sjá hversu margir sóttu viðburðinn.
Fyrir tendrunina spilaði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar lék jólalög á torginu í Kjarna þar sem 4. flokkur kvenna í fótbolta seldi vöfflur, kakó og kaffi í fjáröflunarskyni.
Jólatré Mosfellinga kemur úr Hamrahlíðarskógi.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar lék jólalög á torginu í Kjarna.
Tengt efni
Jólatréð fyrir miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.