Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Tendrunin á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar í Kjarna frá kl. 15:30.
- Dagskrá á Miðbæjartorginu hefst kl. 16:00.
Skólakór Varmárskóla syngur jólalög, og söngkonan Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm kemur fram. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna komi ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum.
Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög ásamt strengjasveit Listaskóla Mosfellsbæjar og Skólakór Varmárskóla.
3. flokkur karla í knattspyrnu í Aftureldingu sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum, Rauði krossinn selur handverk og Kvenfélag Mosfellsbæjar heldur sinn árlega kökubasar.
Tengt efni
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.