Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Tendrunin á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar inn í Kjarna frá kl. 15:30. Dagskrá á Miðbæjartorginu hefst kl. 16:00. Barnakór Lágafellssóknar syngur, börn úr forskóladeild Listaskólans koma fram og söngkonan Stefanía Svavarsdóttir syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna komi ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum.
Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Mosfellskórinn mun syngja lög.
Afturelding sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum, Hamrahlíð vinna og virkni (vinnustofur Skálatúns) selur handverk og Kvenfélag Mosfellsbæjar heldur sinn árlega kökubasar.
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.