Síðastliðinn vetur hófst grisjun og hreinsun á trjám og gróðri í Litla Skógi.
Þessar framkvæmdir eru hluti að verkefninu eldri hverfi Mosfellsbæjar. Nú stendur til að gera Litla Skóg að fallegum áningarstað sem verður umvafinn gróðri. Staðurinn verður að hluta til hellulagður með bekkjum og að hluta grasflöt. Stígur verður gerður í gegnum svæðið sem tengir þá samgöngustíg við Vesturlandsveg og Túnin. Einnig verður gerð flöt þar sem sáð verður fræjum sem er hluti að tilraun Mosfellsbæjar og Fóðurblöndunnar til að mynda blómaengi. Blómablandan er lágvaxin og fjölær með litríkum fallegum blómum. Sambærileg blanda hafur reynst vel í norðurhluta Finnlands sem gerir góð fyrirheit um að tilraunin ætti að ganga vel í íslenskum jarðvegi og veðurfari.
Framkvæmdir hefjast í næstu viku.
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.