Nú á þessum síðustu vetrardögum fer fram Litla upplestrarkeppnin í öllum 4. bekkjum grunnskóla Mosfellsbæjar.
Litla upplestrarkeppnin er skyld þeirri Stóru sem fram fer meðal nemenda í 7. bekk.
Markmið Litlu upplestrarkeppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær.