Listaskóli Mosfellsbæjar heldur 8 jólatónleika í Listasal Mosfellsbæjar dagana 13. – 16. desember.
Haldnir verða tvennir tónleikar á dag og hefjast þeir kl. 17:00 og 18:00. Á tónleikunum koma fram nemendur á ýmsum aldri og leika og syngja jólalög í bland við aðra tónlist.
Öll hjartanlega velkomin og er aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Velkomin á fund um aðalskipulag Mosfellsbæjar!
Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.
Fjöldi hugmynda á opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál
Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag, 16. maí.
Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál
Við minnum á opinn fund um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 16. maí kl. 17:00 í Fmos.