Listaskóli Mosfellsbæjar heldur 8 jólatónleika í Listasal Mosfellsbæjar dagana 13. – 16. desember.
Haldnir verða tvennir tónleikar á dag og hefjast þeir kl. 17:00 og 18:00. Á tónleikunum koma fram nemendur á ýmsum aldri og leika og syngja jólalög í bland við aðra tónlist.
Öll hjartanlega velkomin og er aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.