Með síðustu útgáfu bæjarblaðsins Mosfellings fylgdu límmiðar fyrir bláu pappírstunnuna og gráu tunnuna.
Með útgáfu Bæjarblaðsins Mosfellings þann 28. júní fylgdu nýir límmiðar sem íbúar í Mosfellsbæ voru beðnir um að líma innan á tunnulok sorptunna sinna. Annars vegar er um að ræða límmiða fyrir bláu pappírstunnuna og hins vegar fyrir gráu tunnuna fyrir almennt sorp og plast.
Ástæða nýrra límmiða er sú að fyrirkomulag er nú breytt, þar sem heimilt er að setja plast í plastpokum í gráu tunnuna. Mælt er með því að límmiðarnir séu límdir á tunnurnar á þurrum sumardegi og að undirlag sé hreinsað vel áður til að límmiðarnir haldist vel á.
Auka límmiða er hægt að nálgast í þjónustuveri Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.