Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. febrúar 2022

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni stefn­ir í rign­ingu og lág­an hita í dag og á morg­un.

Því má bú­ast við all veru­legri hláku og þar sem mik­ill snjór og klaki er í bæn­um er nokk­ur hætta á vatns­tjón­um og hálku­slys­um. Mik­il­vægt er að bæj­ar­bú­ar séu með­vit­að­ir um þá hættu sem skap­ast get­ur við að­stæð­ur sem slík­ar og bregð­ist við henni með því að moka frá nið­ur­föll­um og fylgjast með vatni í kring­um sín heim­ili. Þá má bú­ast við aukn­um vind­styrk og eru verk­tak­ar ein­dreg­ið hvatt­ir til þess að tryggja bygg­inga­svæði og koma í veg fyr­ir fok lausa­muna.

Starfs­fólk bæj­ar­ins og verk­tak­ar eru að hreinsa frá nið­ur­föll­um í göt­um og við stofn­ana­plön og enn­frem­ur salta og sand­bera göt­ur og stíga eft­ir snjómokst­ursáætlun.

Hjá Þjón­ustumið­stöð (áhalda­húsi) bæj­ar­ins, Völu­teig 15, geta íbú­ar feng­ið sand til að bera á plön og stétt­ar við heima­hús.

At­hug­ið að hægt er að sjá stað­setn­ingu nið­ur­falla á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Veit­ur > Frá­veita > Nið­ur­föll.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00