Vegna slyddu og rigningar auk hita á bilinu 2-6°C í dag, föstudaginn 25. febrúar, má búast við all verulegri hláku.
Þar sem mikill snjór og klaki er í bænum er nokkur hætta á vatnstjónum og hálkuslysum. Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast getur við aðstæður sem slíkar og bregðist við henni með því að moka frá niðurföllum og fylgjast með vatni í kringum sín heimili.
Hægt er að sjá staðsetningu niðurfalla á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Veitur > Fráveita > Niðurföll.
Þá má búast við auknum vindstyrk og eru verktakar eindregið hvattir til þess að tryggja byggingasvæði og koma í veg fyrir fok lausamuna.
Starfsfólk bæjarins og verktakar eru að hreinsa frá niðurföllum í götum og við stofnanaplön og ennfremur salta og sandbera götur og stíga eftir snjómokstursáætlun.
Hjá Þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) bæjarins, Völuteig 15, geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús.
Tengt efni
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.