Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. febrúar 2022

Fjöldi fólks hef­ur nú þeg­ar skráð sig í Lífs­hlaup­ið en hægt er að skrá sig fram á síð­asta dag átaks­ins, þann 22. fe­brú­ar nk.

Öll hreyf­ing tel­ur með svo lengi sem það nær sam­tals 30 mín­út­um á dag hjá full­orðn­um og 60 mín­út­um á dag hjá börn­um og ung­ling­um.

Lífs­hlaup­ið skipt­ist í fjóra keppn­is­flokka:

  • Vinnu­staða­keppni frá 2. fe­brú­ar – 22. fe­brú­ar, fyr­ir 16 ára og eldri
  • Fram­halds­skóla­keppni frá 2. fe­brú­ar – 15. fe­brú­ar, fyr­ir 16 ára og eldri
  • Grunn­skóla­keppni frá 2. fe­brú­ar– 15. fe­brú­ar, fyr­ir 15 ára og yngri
  • Ein­stak­lingskeppni þar sem hver og einn get­ur skráð inn sína hreyf­ingu allt árið

Hug­um að heils­unni og ver­um dug­leg að hreyfa okk­ur!

Lífs­hlaup­ið er heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efni Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands. Markmið þess er að hvetja lands­menn til þess að fara eft­ir ráð­legg­ing­um Embætt­is land­lækn­is um hreyf­ingu hvort sem er í frí­tíma, vinnu, skóla eða við val á ferða­máta. Í ráð­legg­ing­un­um seg­ir að börn og ung­ling­ar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mín­út­ur dag­lega og full­orðn­ir ættu að stunda miðl­ungserf­iða hreyf­ingu í minnst 30 mín­út­ur dag­lega.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00