Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. janúar 2022

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í Lífs­hlaup­inu og skapa skemmti­lega stemn­ingu og auka fé­lags­and­ann á vinnu­staðn­um/í skól­an­um.

Skrán­ing er hafin í Lífs­hlaup­ið 2022 en keppn­in hefst svo 2. fe­brú­ar.

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í Lífs­hlaup­inu og skapa skemmti­lega stemn­ingu og auka fé­lags­and­ann á vinnu­staðn­um/í skól­an­um.

Lífs­hlaup­ið skipt­ist í fjóra keppn­is­flokka:

  • Vinnu­staða­keppni frá 2. fe­brú­ar – 22. fe­brú­ar, fyr­ir 16 ára og eldri
  • Fram­halds­skóla­keppni frá 2. fe­brú­ar – 15. fe­brú­ar, fyr­ir 16 ára og eldri
  • Grunn­skóla­keppni frá 2. fe­brú­ar– 15. fe­brú­ar, fyr­ir 15 ára og yngri
  • Ein­stak­lingskeppni þar sem hver og einn get­ur skráð inn sína hreyf­ingu allt árið

Nú sem aldrei fyrr er mik­il­vægt að huga vel að bæði and­legri og lík­am­legri heilsu. Hug­um að heils­unni og ver­um dug­leg að hreyfa okk­ur reglu­lega, mun­um að allt tel­ur.

Lífs­hlaup­ið er heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efni Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands. Markmið þess er að hvetja lands­menn til þess að fara eft­ir ráð­legg­ing­um Embætt­is land­lækn­is um hreyf­ingu hvort sem er í frí­tíma, vinnu, skóla eða við val á ferða­máta. Í ráð­legg­ing­un­um seg­ir að börn og ung­ling­ar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mín­út­ur dag­lega og full­orðn­ir ættu að stunda miðl­ungserf­iða hreyf­ingu í minnst 30 mín­út­ur dag­lega.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00